Nánari lýsing: Húsnæði skiptist í 7 lokaðar vinnustofur sem eru á bilinu 7-20 fm., sal (sem áður var skurðstofa), eldhús, móttöku og tvö salerni, annað með sturtu og hitt er utan rýmis.
Dúkur á gólfi, lagnastokkar með veggjum og kerfisloft. Að innan eru nýlegir ofnar og í herbergjum er inntak fyrir kalt og heitt vatn.
Að utan er nýbúið að endurnýja þak og þakkant og skipta um glugga á þakhæð og húsið er nýlega málað að utan.
Kostnaður kaupanda:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi er 0,8% af heildarfasteignamati. 1,6% fyrir lögaðila, en 0,4% við fyrstu kaup einstaklinga.
2. Þinglýsingargjald er 2500,- kr. af hverju skjali.
3. Lántökugjald skv. verðskrá fjármálastofnunar.
4. Umsýsluþóknun skv. gjaldskrá fasteignasölunnar.