S: 562 4250
Háaleitisbraut 16, 108 Reykjavík
62.900.000 Kr.

Fjárfesting fasteignasala og Smári Jónsson, löggiltur fasteignasali, kynna í einkasölu:

Háaleitisbraut 16 - Fjögurra herbergja íbúð á 4. hæð í fjölbýli ásamt bílskúr. Húsið er vel við haldið og sameign mjög snyrtileg. Bílskúrar hafa einnig fengið gott viðhald. Íbúðin er laus við kaupsamning.

Íbúð sem er staðsett í fjölskylduvænu hverfi, örstutt göngufæri í grunnskóla, leikskóla og íþróttaaðstöðu Fram.
Pöntun á skoðun og allar nánari upplýsingar  gefur Smári Jónsson, löggiltur fasteignasali í síma 864-1362 eða smari@fjarfesting.is.

Linkur á myndir.  https://my.matterport.com/show/?m=nq2NLMqHNci

Nánari lýsing:
Forstofa er flísalögð, með fataskápum og fatahengi.
Eldhús er með ágætri innréttingu, sem var mjög vönduð á sínum tíma. Mikið skápapláss. Góður borðkrókur og gluggar á tvær hliðar. Dúkur á gólfi.
Stofa er stór og björt, með góðum útsýnissvölum til vesturs.
Baðherbergi er með sturtuklefa með glerskilvegg. Innrétting með miklu skápaplássi. Aðstaða fyrir þvottavél. Flísar á veggjum og gólfi.
Hjónaherbergi er rúmgott með stórum fataskápum.
Tvö minni svefnherbergi hafa verið sameinuð í eitt herbergi með fataskáp. Hægt er að breyta aftur í tvö herbergi.
Parket er á gólfum í svefnherbergjum og stofu.
Geymsla íbúðarinnar er vel staðsett í sameign í kjallara. Þar er einnig sameiginlegt þvottahús og hjóla/vagnageymsla.
Bílskúr er í lengju á lóðinni. Þar er kalt vatn. Sjálfvirk hurðaropnun. Bílskúrar eru tveir og tveir saman í opnu rými.
Hiti í gangstéttum utan við húsið.

Fasteignamat ársins 2022 verður 54.050.000 kr.

Viðhaldssaga hússins:
2013 voru skolplagnir fóðraðar og dren lagt við suðurhlið hússins (gafl á húsi númer 18).
Á árunum 2014-2016 var húsið múrviðgert og málað, svalahandrið hækkuð, bílskúrar klæddir og sömuleiðis anddyri stigaganga auk þess sem nýtt gler, póstar og opnanleg fög í gluggum voru endurnýjuð.
2016 var stigagangur málaður og teppalagður. Sameign í kjallara var máluð árið 2013.
2018 var skipt um þakjárn, pappa og timbur þar sem þurfti.
2019 skipt um glugga og gler í svefnherbergjum (ál að utan - tré að innan).
Aðkeypt þrif á sameign og þjónusta við tunnuskipti en sorplúga er á hverri hæð.

Allar nánari upplýsingar og pöntun á skoðun er hjá:
Smári Jónsson. löggiltur fasteignasali, sími 864-1362
Smari@fjarfesting.is

Um skoðunarskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum.
Fjárfesting Fasteignasla bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlufall af fasteignamati. Stimilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup m.v. að lágmarki 50% eignarhlut) og 1,6% fyrir lögaðila.
  • Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðleyfum o.fl. Þinglýsingargjald er kr. 2.000,- fyrir hvert skjal.
  • Lántökugjald lánastofnunar. Um lántökugjald vísast í gjaldskrá viðkomandi lánveitanda.
  • Umsýsluþóknun fasteignasölu skv. gjaldskrá.

 

Tegund:
Fjölbýli
Stærð:
134 fm
Herbergi:
3
Stofur:
1
Svefnherbergi:
2
Baðherbergi:
1
Inngangur:
Sameiginlegur
Byggingaár:
1963
Lyfta:
Nei
Fasteignamat:
49.600.000
Brunabótamat:
46.280.000
Áhvílandi:
0