S: 562 4250
Seiðakvísl 24, 110 Reykjavík
174.900.000 Kr.

Seiðakvísl 24 í 110 Reykjavík, 5 herb. einbýlishús með stúdíóíbúð, við Elliðaárdalinn.
Húsið er skráð 254,2 fm. þar af 39,2 fm. bílskúrs. Í kjallara er 115 fm. óskráð. 
Stúdíóíbúð með  sér inngangi og möguleiki á aukatekjum.  Alls er húsið um 370 fm.
Fasteignamat árið 2023  verður 125.5 m,-
Einstakt fjölskylduhús á frábærum stað við Elliðaárdalinn
.

  ** Vinsamlega hafið samband vegna skoðunar í síma 864-1362 eða smari@fjarfesting.is  **
Neðri hæð :
Neðri hæð er með ljósum flísum á gólfi.
Anddyri með fataskáp.
Opið og bjart alrými, eldhús, borðstofa og stofa.
Eldhúsið var endurnýjað árið 2005.  Innrétting er hvíttuð eik frá Eldhúsvali með AEG tækjum. Granít steinn á borðum.
Stofan er rúmgóð og björt með arini.  Úr stofu er gengið niður í garðskála. Þaðan er gengið út á verönd.
Gestasnyrting endurnýjuð árið 2005, með innréttingu og sturtu.
Þvottaherbergi með innréttingu, útgengt á lóð.

Efri hæðinni:
Fjögur stór svefnherbergi með fataskápum og nýju parketi á gólfum.  Útegngt er á svalir úr tveimur herbergjum.
Sjónvarpshol er fyrir miðju og mætti gera fimmta svefnherbergið.
Baðherbergi með flísum á gólfi, baðkari og nýglegri innréttingu.

Bílskúrinn er 39,2 fm. með góðri lofthæð og geymsluloft að hluta til. Undir bílskúrnum geymslurými (uþb. 2m lofthæð). 

Í Kjallari er búið að útbúa íbúðarrými. Sérinngangur, eldhúsaðstaða, svefnaðstaða, baðherbergi.  Gólf er flotað og slípað.
Mikið geymslurými í hluta kjallarans.

Garður  Er í góðri rækt, með sólverönd og er gróðursæll.

Um húsið:
Húsið er byggt úr forsteyptum einingum frá Loftorku, Borgarnesi. Húsið hefur alla tíð fengið gott viðhald.  Búið er að klæða suðursvalir á húsinu (yfir garðskála). Snjóbræðsla (lokað kerfi með frostlegi) er í bílaplani (ca. 2005). Húsið hefur alla tíð verið í eigu sömu aðila.
Árið 2021: Skipt var um innréttingu á baðherbergi á efri hæð. Skipt um dúk á svölum og einangrun.  Nýtt parket á efri hæð og nýir fataskápar í hjónaherbergi.   Ofnar yfirfarnir og skipt um ofnkrana þar sem þess þurfti.
Árið 2019: Húsið málað að utan. Rafmagnstenglar endurnýjaðir. Skipt um járn á þaki fyrir c.a 20 árum.  Járn málað fyrir 10 árum.

Allar nánari upplýsingar er hjá: Smári Jónsson lgf. sími 864-1362 smari@fjarfesting.is eða Edda Svavars lgf. 8450425 edda@fjarfesting.is
Fjárfesting Fasteignasala og Smári Jónsson, löggiltur fasteignasali eru með þessa eign í einkasölu.
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum.
Kostnaður kaupanda:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi er 0,8% af heildarfasteignamati, 1,6% fyrir lögaðila, en 0,4% við fyrstu kaup einstaklinga.
2. Þinglýsingargjald er 2500,- kr af hverju skjali.
3. Lántökugjald skv. verðskrá fjármálastofnunar.
4. Umsýsluþóknun skv. gjaldskrá fasteignasölu.

Tegund:
Einbýli
Stærð:
254 fm
Herbergi:
8
Stofur:
2
Svefnherbergi:
5
Baðherbergi:
3
Inngangur:
Sameiginlegur
Byggingaár:
1986
Lyfta:
Nei
Fasteignamat:
125.550.000
Brunabótamat:
104.950.000
Áhvílandi:
0