S: 562 4250
Skúlagata 20, 101 Reykjavík
78.900.000 Kr.

FJÁRFESTING FASTEIGNASALA, og Smári Jónssson, löggiltur fasteignasli, sími 864-1362 smari@fjarfesting.is, 3ja herbergja endaíbúð í húsi fyrir eldri borgara.

Góð aðkoma er að húsinu Lindargötumegin og eru bílastæði þar fyrir íbúa sem og rafhleðslustæði.
Íbúðin er laus til afhendingar við kaupsamning. Húsvörður er í húsinu, myndavéladyrasími. Stutt í þjónustu Reykjavíkurborgar.
Allar nánari upplýsingar gefur:
Smár Jónsson, löggiltur fasteignasali sími 864-1362 smari@fjarfesting.is

Um er að ræða mjög góða og fallega endaíbúð í fallegu fjölbýlishúsi fyrir eldir borgara á þessum fallega og góða stað.
Íbúðin er 96,5 fm. þar af er geymsla 8,4 fm.
Mikið og óhindrað útsýni er úr íbúðinni yfir Faxaflóann, Esjunna og fleira.
Íbúðin er öll innréttuð með fallegum mahogny innréttingum, merbau parket er á gólfum.
Komið er inn í anddyri og hol með parketi og skápi. Rúmgott hjónaherbergi með parketi og skápum. Baðherbergið er rúmgott með dúki á gólfi og flísum á veggjum.
Innrétting með efri og neðri skápum og spegli. Góður aukaskápur er á baðherbergi. Bogadreginn sturtuklefi er á baði.
Stór og björt stofa sem gengur í gegnum íbúðina, er með glugga á þrjá vegu. Gengið er út á suðursvalir úr stofu. Í norður er mikið og glæsilegt útsýni út á sjó.
Eldhúsinnrétting með flísum á milli skápa. Gluggi í eldhúsi er á mótir norðri. Gott aukaherbergi með parketi. Úr herbergi er einnig mikið og gott útsýni.
Sameign er öll í 1. flokks ástandi og mjög vel við haldið. Íbúðinni fylgir eignarhlutur í samkomusal og húsvarðaríbúð.
Húsið er tengt við þjónustuíbúðir aldraða við Lindargötu og er stutt á milli húsanna.
Næst húsinu við aðalinngang, í Lindargötu, rekur Reykjavíkurborg þjónustu fyrir eldri borgara. þar má finna ýmsa þjónustu í boði, meðal annars fjölbreytt félagsstörf og matur,
sjá nánar á síðu Reykjavíkurborgar http://reykjavik.is/stadir/lindargata-59-felagsstarf.
Húsið sjálft er mjög gott og er það byggt af Byggingarfélagi Gylfa og Gunnars ehf, BYGG. 

** Vinsamlega hafið samband vegna skoðunar í síma 864-1362 eða smari@fjarfesting.is  **

Húsvörður er starfandi í húsinu og er allt aðgengi til fyrirmyndar. 
Íbúðina má eingöngu selja félagsmönnum í Félagi eldri borgara og er eignin fyrir 60 ára og eldri.


Skoðunarskylda: 
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum.
Vill Fjárfesting Fasteignasala því benda væntanlegum
kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna fyrir kauptilboðsgerð
og leita til þar til bærra sérfræðinga um nánari skoðun ef þurfa þykir.

Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak. 
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup m.v. að lágmarki 50% eignarhlut) og 1,6% fyrir lögaðila.Þinglýsingargjald hvers skjals er kr. 2.500,- .Lántökugjald lánastofnunar skv. gjaldskrá viðkomandi lánveitanda.Umsýsluþóknun fasteignasölu skv. gjaldskrá.Ef um nýbyggingu er að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af brunabótamati, þegar það er lagt á.

Tegund:
Fjölbýli
Stærð:
96 fm
Herbergi:
3
Stofur:
1
Svefnherbergi:
2
Baðherbergi:
1
Inngangur:
Sameiginlegur
Byggingaár:
1997
Lyfta:
Fasteignamat:
70.550.000
Brunabótamat:
46.700.000
Áhvílandi:
0