EIGNIN ER SELD MEÐ FYRIRVARA UM SÖLU Á ANNARI EIGN
Fjárfesting fasteignala s.562 4250 kynnir í einkasölu, einbýlishús á tveimur hæðum við Grasarima 32 í Grafarvogi. Fallegur garður og 30 fm. timburverönd út frá stofu. Húsið er með 3ja til 4ra herbergja íbúð á efri hæð og tvær íbúðir í kjallara. Húsið er skráð 185,9 fm, þar af 34 fm bílskúr. Í kjallara er ca.100 fm. óskráð rými þar sem komið hefur verið fyrir tveimur innréttuðum íbúðum með sérinngangi og mögulegum aukatekjum.Á aðalhæð hússins er forstofa, tvær samliggjandi stofur, tvö svefnherbergi, tvö baðherbergi, eldhús með borðkrók og þvottahús. Á neðri hæð eru tvær tveggja herbergja íbúðir og bílskúr.
Vinsamlegast pantið skoðunartíma hjá Guðmundi H Valtýssyni löggiltum fasteignasala s. 865 3022 eða gudmundur@fjarfesting.isNánari lýsing efri hæðForstofa er flísalögð og með fataskáp.
Rúmgott eldhús með vönduðum innréttingum og borðkrók. Þvottahús, innaf með innréttingum og útgengi út í garð.
Stofa og setustofa eru bjartar og rúmgóðar, þar sem gengið er út á ca. 30 fermetra suðursólpall úr setustofu
Hjónaherbergi er rúmgott með sér baðherbergi og góðum fataskápum, gengið er út á norður svalir úr hjónaherbergi, parket á gólfi.
Svefnherbergi er mjög rúmgott með parketi á gólfi.
Á svefnherbergisgangi eru mjög góðir fataskápar.
Nánari lýsing neðri hæð.Á neðri hæð eru
stúdíó íbúð og
tveggja herbergja íbúð með sameiginlegum inngangi.
Í forstofu á neðri hæð er einnig þvottaaðstaða, gólf er flísalagt.
Í stúdíó íbúðinni er komið inn á lítinn gang, gengt dyrum er baðherbergi með sturtu og salerni og er það flísalagt. Á hægri hönd er gengið inn í opið rými þar sem er eldhús og stofa, harðparket er á gólfi.
Í tveggja herbergja íbúðinni er komið inn í stofu og þaðan er gengið yfir í eldhús, baðherbergi og svefnherbergi.
Stofan er rúmgóð með parketi á gólfi.
Eldhúsið er með góðri innréttingu og borðkrók, flísar á gólfi.
Baðherbergið er með sturtu og salerni og innréttingu við vask.
Svefnherbergið er lítið með harðparketi á gólfi.
Bílskúrinn er rúmgóður, þar er heitt og kalt vatn, gólf er málað.
Garður er stór og gróinn og húsið hefur fengið góða umhirðu og viðhald.
Allar nánari upplýsingar gefur Guðmundur H Valtýsson viðskiptafræðingur og löggiltur fasteignasali s. 865 3022 eða gudmundur@simnet.is