FJÁRFESTING FASTEIGNASALA ER MEÐ Í SÖLU SNYRTILEGA 3JA HERBERGJA ENDAÍBÚÐ Í VEL VIÐHÖLDNU FJÖLBÝLI VIÐ HRAUNBÆ 126 Í REYKJAVÍK.Vel skipulögð og björt 3ja herbergja endaíbúð á 3. hæð við Hraunbæ 126 í Reykjavík.
Eignin er skráð skv. HMS 84,5 fm. Íbúðin sjálf er 80,1 fm. og sérgeymsla í kjallara er 4,4 fm.
Árið 2021 var skipt um glugga og gler á húsi nr. 126.
2 góð svefnherbergi.
Fyrirhugað fasteignamat árið 2024 er kr. 52.850.000Upplýsingar gefur Óskar í síma 822-8750 (oskar@fjarfesting.is).Nánari Lýsing:
Komið er inn í hol með parketi á gólfi.
Eldhús með innréttingu sem búið er að skipta um að hluta og parketi á gólfi.
Stofa með parketi á gólfi og útgengi út á stórar svalir.
Baðherbergi með flísum á gólfi og veggjum, baðkeri, skáp og tengi fyrir þvottavél og þurrkara.
Hjónaherbergi með dúk á gólfi og fataskáp.
Barnaherbergi með parketi á gólfi.
Árið 2021 voru gluggar, gluggapóstar og gluggakarmar í íbúð og sameign (húsi nr. 126) sem og svalahurð endurnýjað. Bárujárn var endurnýjað á þaki fyrir ca. 8 árum. Fyrir ca. 25 árum voru útveggir, gaflar og svalir klæddar með steniplötum.
Í kjallara er sérgeymsla ásamt sameiginlegu þvottahúsi svo og hjóla- og vagnageymslu.
Kostnaður kaupanda:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi er 0,8% af heildarfasteignamati, 1,6% fyrir lögaðila en 0,4% fyrir fyrstu kaup einstaklinga. 2. Þinglýsingar af hverju skjali er 2700 kr.
3. Lántökugjald skv. verðskrá fjármálastofnunar. 4. Umsýsluþóknun sjá kauptilboð.