S: 562 4250
Indriðastaðahlíð 168, 311 Borgarnes
115.000.000 Kr.

Einstök eign:
Sumarhús í sér klassa, sem vert er að skoða fyrir þá sem vilja þægindi.

Fallegt, 197,1 fm. sumarhús/ heilsárshús við Indraðastaðahlíð í Skorradal á eignarlóð. Útsýni um Skorradal, til Snæfellsjökuls, upp í Skarðsheiðina og að Skessuhorni. 
Húsið stendur hátt í hlíðinni en samt með góðu skjóli og glæsilegu útsýni.  Lokað svæði, með fjarstýrðu rafmagnshliði og símaopnum.
Húsið skiptist í efri hæð sem er með hjónasvítu og tveimur herbergjum, baðherbergi, eldhús og stofu, neðri hæð gestasvíta og golfbíla/bílskúr.

Birt stærð samkvæmt Þjóðskrá Íslands er íbúð 139,3 fm. og Golfbílageymsla/bílskúr 57,8 samtals: 197,1 fm. Lóð er 7255 fm.
Fyrirhugað fasteignamat 2024 er 85.850.000 kr.


Nánari upplýsingar veita Edda í síma 845-0425 ([email protected]

Nánari lýsing: 
Efri hæð.

Forstofa: með parketi á gólfi, fatahengi.
Stofa : Stór og björt, með parket á gólfi, stórir gólfsíðir gluggar, aukin lofthæð með viðarklæðningu. Útgengt er á stóra verönd með miklu útsýni.
Eldhús: með parket á gólfi, falleg ljós innrétting.
Baðherbergi: með flísum á gólfi og veggjum, innréttingu sem er einnig fyrir þvottavél og þurrkara, sturtu og upp hengt salerni.
Hjónasvíta: með parket á gólfi, fataherbergi, baðherbergi með sturtu, innréttingu og upp hengt salerni.  Útgengt er á verönd við heitapott.
Svefnherbergi: Eru tvö rúmgóð herbergi með parket á gólfi og skáp.
Neðri hæð.
Gestasvíta: rúmgott herbergi, baðherbergi með sturtu, innréttingu og upp hengt salerni. 
Golfbílageymsla/bílskúr er rúmgóður með hurðaopnara. Hleðslustöð fyrir rafbíl.
Húsið: er timburhús, klætt að utan með sér innfluttum 7 cm. þykkum Novabrik quartz stein sem gefur mikla einangrun.  Gluggar og hurðar eru úr áli og plasti svo svokallað viðhaldsfrítt.  Tréverk er líka viðhaldsfrítt fyrir utan dekkið sjálft sem er rifflaður viður.  Stórar og miklar verandir allt kringum húsið, heitur pottur sem er skemmtilega komið fyrir á skjólgóðum stað. 
Um er að ræða afar vandaða eign þar sem engu hefur verið til sparað. Lóðin stendur ofarlega í hlíðinni með glæsilegu útsýni.
FJÁRFESTING FASTEIGNASALA OG EDDA SVAVARS LGF. ERU MEÐ ÞESSA EIGN Í EINKASÖLU
Nánari upplýsingar veita Edda í síma 845-0425 ([email protected]

Kostnaður kaupanda:
1.  Stimpilgjald af kaupsamningi er 0,8% af heildarfasteignamati, 1,6% fyrir lögaðila en 0,4% fyrir fyrstu kaup einstaklinga.   2.  Þinglýsingar af hverju skjali er 2500 kr.
3.  Lántökugjald skv. verðskrá fjármálastofnunar.  4. Umsýsluþóknun sjá kauptilboð.

Tegund:
Sumarhús
Stærð:
197 fm
Herbergi:
4
Stofur:
1
Svefnherbergi:
4
Baðherbergi:
3
Inngangur:
Sér
Byggingaár:
2010
Lyfta:
Nei
Fasteignamat:
85.850.000
Brunabótamat:
110.700.000
Áhvílandi:
0