FJÁRFESTING FASTEIGNASALA ER MEÐ TIL SÖLU FALLEGA 4RA HERBERGA ÍBÚÐ AÐ BÓLSTAÐARHLÍÐ 60 Í REYKJAVÍK.Íbúðin sjálf er 110,1 fm. og sérgeymslu er 5,9 fm. Samtals er eignin því skráð 116,0 fm. að stærð.
Falleg útsýnisíbúð á efstu hæð.
Mögulegt að bæta við 4. svefnherberginu á kostnað borðstofu.
Árið 2016 var baðherbergi endurnýjað. Þá var einnig búið að draga í nýja rafmagnsvíra, nýjir rafmagnstenglar og rafmagnsrofar
Árið 2022 voru gólfefni og innihurðar endurnýjaðar. Einnig er búið að draga í nýja rafmagnsvíra, nýjir rafmagnstenglar og rafmagnsrofar.
Árið 2016 var skipt um glugga á austurhlið hússins og það múrviðgert og málað.
Fyrirhugað fasteignamat fyrir árið 2026 er 79.250.000 kr.
Uppl. hjá Óskari í síma 822-8750 ([email protected])
Nánari lýsing: Komið er inn í hol með parketi á gólfi og fatahengi.
Eldhús með flísum á gólfi, snyrtilegri innréttingu og borðkrók.
Stofa og borðstofa með parketi á gólfi og útgengi á svalir.
Svefnherbergisgangur með parketi á gólfi og litlum fataskáp(kústaskáp).
Hjónaherbergi með parketi á gólfi, góðum fataskápum og útgengi út á svalir.
Tvö barnaherbergi með parketi á gólfi, annað með opnum fataskáp.
Baðherbergi, sem var endurnýjað árið 2016, með flísum á gólfi og veggjum, baðkeri og tengi fyrir þvottavél.
Sérgeymsla í kjallara ásamt sameiginlegu þvottahúsi og sameiginlegri hjólageymslu.
Kostnaður kaupanda vegna kaupa:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi er 0,8% af heildarfasteignamati. 1,6% fyrir lögaðila, en 0,4% við fyrstu kaup einstaklinga. 2. Þinglýsingargjald er 2700,- kr af hverju skjali.
3. Lántökugjald skv. verðskrá fjármálastofnunar. 4. Umsýsluþóknun sjá kauptilboð.