Opið hús: 15. október 2025 kl. 18:30 til 19:00.Opið hús miðvikudaginn 15.okt kl.18:30-19:00 Edda Svavars lgf. 8450425 eða
[email protected]
Engjadalur 6, 260 Reykjanesbær. Glæsileg 2ja herbergja íbúð á 2. hæð í göngufæri við Stapaskóla. Íbúð 212 skiptist í forstofu, stofu, eldhús, svefnherbergi, baðherbergi og geymslu. Svalir út frá stofu.
Sérgeymsla og sameiginleg hjóla/vagnageymsla á 1.hæð.
Eignin er skráð í þjóðskrá 67,6 fm.
Frekari upplýsingar eru hjá Eddu í síma 845-0425 ([email protected])Nánari lýsing eignar:Forstofan með fataskáp, flísar á gólfi.
Eldhúsið er opið inn í stofu með fallegri innréttingu með efri og neðri skápum. Parket á gólfi.
Stofan er björt með parketi á gólfi. Útgengt er á svalir.
Baðherbergi flísalagt í hólf og gólf. Upp hengtsalerni.
Hjónaherbergi með fataskáp, parket á gólfi.
Þvottahús/geymsla inn af forstofu með flísum á gólfi.
Sérgeymsla á geymslugangi 2,5 fm.
Gólfhiti er í íbúðinni.Fjárfesting fasteignasala og Edda Svavarsdóttir, löggiltur fasteignasali, eru með þessa eign í einkasölu.
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup m.v. að lágmarki 50% eignarhlut) og 1,6% fyrir lögaðila.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðleyfum o.fl. Þinglýsingargjald er kr. 2.700,- fyrir hvert skjal.
3. Lántökugjald skv. verðskrá fjármálastofnunar.
4. Umsýsluþóknun skv. gjaldskrá fasteignasölu.