Víðivangur 5, 220 Hafnarfirði. Glæsileg 4ra herbergja útsýnisíbúð á 3. hæð merkt 301, í göngufæri við Víðistaðaskóla.
Möguleiki á 5. herberginu. Íbúðin hefur glugga á þrjá vegu.Íbúðin skiptist í forstofu, stofu, eldhús, þrjú svefnherbergi, þvottahús og baðherbergi. Svalir út frá stofu og hjónaherbergi.
Sérgeymsla og sameiginleg hjóla/vagnageymsla.
Eignin er skráð í þjóðskrá 108,9 fm þar af 4,9 fm geymsla Frekari upplýsingar eru hjá Eddu í síma 845-0425 ([email protected])Nánari lýsing eignar:Eldhús er opið inn í stofu með fallegri innréttingu með efri og neðri skápum, spanhelluborði með viftu yfir, innbyggð uppþvottavél. Flísar á gólfi
Stofa/Borðstofa er björt og rúmgóð með parket á gólfi. Útgengt er á suðvestursvalir.
Hjónaherbergi með fataskáp, útgengt á suðaustursvalir. Parket á gólfi.
Barnaherbergi eru tvö, með fataskápum og parket á gólfum. Fjórða herbergið er möguleiki (þar sem borðstofa er núna) og var það þannig þegar núverandi eigendur keyptu íbúðina.
Baðherbergi flísalagt í hólf og gólf. Baðkar með sturtu.
Þvottaherbergi innan íbúðar.
Sérgeymsla á geymslugangi.
Stigagangur snyrtilegur.
Sér bílastæði fylgir íbúðinni.
Viðhald:Nýtt eldhús 2023.
Flestir ofnar endurnýjaðir innan íbúðar síðustu ár.
Nýlegt baðherbergi.
Miklar endurbætur á ytra byrði 2020-2021: Gert við austur- og suðurhlið hússins, einangrað og sett álklæðning. Skipt um alla glugga og svalahurðir á þessum hliðum. Norður- og vesturhliðar: Múrviðgert og málað. Þak yfirfarið og málað.
Flestir ofnar í sameign nýir.
Nýlega gert við útidyrahurðir í sameign.
Frábær fjölskyldueign á góðum stað.Fjárfesting fasteignasala og Edda Svavarsdóttir, löggiltur fasteignasali, eru með þessa eign í einkasölu.
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup m.v. að lágmarki 50% eignarhlut) og 1,6% fyrir lögaðila.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðleyfum o.fl. Þinglýsingargjald er kr. 2.700,- fyrir hvert skjal.
3. Lántökugjald skv. verðskrá fjármálastofnunar.
4. Umsýsluþóknun skv. gjaldskrá fasteignasölu.